
Fjármálaleikarnir eru spennandi spurningaleikur sem ætlað er að efla fjármálalæsi ungmenna.
Fjármálaleikarnir eru nú opnir og er hægt að spila að vild.
Sjá nánar um Fjármálaleikana á Fjarmalavit.is.
Gangur leiksins
Þátttakendur svara 48 spurningum á fjórum efnissviðum:
- Ég
- Heimilið
- Nám og atvinna
- Samfélagið
Stig fást fyrir hvert rétt svar, en fjórar tilraunir eru gefnar fyrir hverja spurningu. Fyrir rétt svar í fyrstu tilraun fást 100 stig, 75 stig fyrir að svara í annarri tilraun, 50 stig fyrir þriðju og 25 stig fyrir að svara í fjórðu tilraun. Ef öllum fjórum spurningum í verkefni er svarað rétt í fyrstu tilraun fást 100 bónusstig.
Til þess að geta tekið þátt í Fjármálaleikunum þurfum við að vinna með upplýsingar um nafnið þitt, netfang, aldur, í hvaða skóla þú ert og hversu mörg stig þú færð.
Við eyðum þessum upplýsingum eftir 6 mánuði.
Hér getur þú lesið meira um það hvernig við vinnum með þessar upplýsingar.
Nánari upplýsingar:Fjármálavit ogfjarmalavit@fjarmalavit.is